SKILARÉTTUR
Kaupandi hefur 14 daga frest til að skila vöru gegn framvísun sölureiknings þar sem fram kemur dagsetning vörukaupa. Tilkynna ber verslun áður en fresturinn til að hætta við kaup er útrunninn. Varan þarf að vera ónotuð og óskemmd og í upprunalegum og óskemmdum umbúðum. Ekki má rjúfa innsigli á vöru sé það til staðar. Endurgreiðsluverð er kaupverð vöru þann dag sem hún var keypt. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur né greiddur fyrir vörur sem er skilað.

GÖLLUÐ VARA
Sé vara sannanlega gölluð, er hún endurgreidd að fullu gegn framvísun sölureiknings. Sendingarkostnaður á gallaðri vöru er endurgreiddur að fullu. Kaupandi þarf að senda tölvupóst á husmunir@husmunir.is með upplýsingum um galla vörunnar.

UPPSELD VARA
Sé vara uppseld við kaup er kaupanda boðin endurgreiðsla eða að bíða eftir vöru, sé hún væntanleg.

ÚTSÖLUVARA
Ekki er hægt að skila vöru sem keypt er á útsölu / tilboði

VERÐ
Verð á vörum eru gefin upp með virðisaukaskatti. Sendingarkostnaður er ekki innifalin í vöruverði og bætist við áður en greiðslan fer fram. Öll verð eru birt með fyrirvara um villur eða verðbreytingar. Húsmunir áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara

AFHENDING Á VÖRU
Vörupantanir eru afgreiddar næsta virka dag. Pantanir eru sendar með Póstinum. Óski kaupandi að sækja vörur á lager, mun hann fá tilkynningu í tölvupósti þegar varan er tilbúin til afgreiðslu. Kaupanda er einnig velkomið að hafa samband með tölvupósti eða símleiðis óski hann að sækja vöruna á öðrum tíma. Vöruafgreiðslan er staðsett á Suðurgötu 37, 101 Reykjavík

GREIÐSLUMÁTI
Boðið er uppá kortagreiðslur í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar. Tekið er við debet- og kreditkortum. Einnig er hægt að greiða með Apple Pay og með millifærslu á reikning verslunarinnar 0133-26-006885 kennitala: 660722-0170. Ef um millifærslu er að ræða þarf að senda tilkynningu frá banka um að greiðsla hafi farið fram á husmunir@husmunir.is

TRÚNAÐUR
Seljandi, Húsmunir, gætir fyllsta trúnaðar við kaupanda vegna upplýsinga sem hann gefur upp við kaup á vöru. Upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila nema fyrirtækinu beri skylda til þess lögum samkvæmt.
FYRIRVARI
Ofangreindir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur verður hann leystur fyrir íslenskum dómstólum.